Óhapp varð á Reykjanesbrautinni nærri álverinu í Straumsvík nú á sjöunda tímanum. Kerra losnaði aftan úr bíl og þurfti að tína rusl og drasl sem fór á veginn, að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Töluvert löng röð myndaðist á veginum í vesturátt, allt frá álverinu og að Lækjargötu og nánast niður að Kaplakrika, að því er heimildarmenn mbl.is á staðnum segja.
Varðstjóri slökkviliðs segir að engin slys hafi orðið á fólki og einungis hafi þurft að gera veginn ökufæran að nýju.