Ari greiðvikinn og meðal okkar bestu

Ari Bragson meðal samstarfsfólks í gær. Vinsæll maður meðal viðskipavina …
Ari Bragson meðal samstarfsfólks í gær. Vinsæll maður meðal viðskipavina og annarra sem hann þekkja. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ari er tvímælalaust meðal okkar allra bestu manna,“ segir Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Dagamunur var gerður í gær, 30. apríl, þegar Ari Bragason, afgreiðslumaður á þjónustustöð fyrirtækisins við Bíldshöfða í Reykjavík, varð sextugur.

Ari hefur starfað frá árinu 2012 hjá N1 og orð fer víða af þjónustulund hans og greiðvikni þegar bíleigendur koma á staðinn. Ari hefur ráð undir rifi hverju. Hann er einnig þekktur fyrir að segja fólki skemmtilegar sögur, syngja söng og hann lætur jafnvel fjúka í kviðlingum þegar svo ber undir. Já, svona eiga menn að vera, gæti einhver sagt!

„Satt að segja þurfa öll fyrirtæki að eiga sinn Ara, eða einhvern honum líkan. Þetta er maður sem lætur dæluna ganga í tvöfaldri merkingu og er meðal gimsteina í starfsmannahópi okkar. Tæpast líður sú vika að okkur stjórnendum félagsins berist ekki skilaboð frá viðskiptavinum með þakklæti fyrir góða þjónustu sem Ari veitir. Þá er Ari líka myndrænn maður í útlit og hefur gjarnan verið andlit í auglýsingum okkar. Þetta er góður maður sem fólk kannast við,“ segir framkvæmdastjórinn.

Á Bíldshöfðanum sér Ari um að dæla eldsneyti á bíla, skipta um rúðuvökva, þurrkublöð og annað smálegt sem til fellur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert