Gassöfnun við gosstöðvarnar líkleg í fyrramálið

Frá eldgosinu á Reykjanesskaga.
Frá eldgosinu á Reykjanesskaga. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gassöfnun við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga er líkleg í fyrramálið, en síðan austur af gosstöðvum þegar líður á daginn, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag er útlit fyrir að gasdreifing verði til suðvesturs en vesturs í kvöld. 

Í tilkynningunni er vakin athygli á því að bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. 

Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert