Verktakar að helluleggja við Austurvöll, þar sem áður var hlaðinn grjótveggur. Ekkert verður unnið við verkið í dag, 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.
Réttlæti og sanngjörn skipting eru meginstef boðskapar dagsins. Vegna kórónuveirunnar verða engar kröfugöngur né útifundir í dag, en hamrað verður á kröfunum með öðru móti.
Verkin kalla hvarvetna og þannig er lífið sjálft, leggja þarf brautir til framtíðar og stefna hátt. Sá var líka tónninn í nokkrum forystumönnum verkalýðsfélaga sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag.