Næturfrost allvíða

Á suðvesturhorninu er útlit fyrir þurrt og nokkuð bjart veður í dag en dálítil él norðan- og austanlands. Þá gera spár ráð fyrir næturfrosti allvíða í nótt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands. 

„Norðaustlæg átt í dag, víða 8-15 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en það verður samfelldari úrkoma syðst á landinu fram yfir hádegi. Á suðvesturhorninu er hins vegar útlit fyrir þurrt og nokkuð bjart veður. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast suðvestan til, en það verður næturfrost allvíða.

Það dregur úr vindi í kvöld, og á morgun verður fremur hæg norðlæg átt og bjartviðri víða um land, en skýjað með köflum og stöku él um landið austanvert. Hiti svipaður og í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert