Skógarböðin opnuð í febrúar 2022

Skógarböðin. Starfsemin mun nýta allt það tæra heita vatn sem …
Skógarböðin. Starfsemin mun nýta allt það tæra heita vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum en það er um 61 sekúndulítri af 49,7° heitu vatni. Til þessa hefur það runnið óhindrað til sjávar. Tölvuteikning/Basalt Arkitektar

Nú um helgina verður byrjað að sprengja fyrir sökkli nýs mannvirkis við rætur Vaðlaheiðar, austan megin í Eyjafirði.

Þar er á ferðinni Finnur Aðalbjörnsson jarðvinnuverktaki en hann hefur ásamt konu sinni, Sigríði Maríu Hammer, lagt út í stórtæka uppbyggingu á jörð sem þau festu kaup á í september í fyrra. Þar er ætlunin að opna svokölluð Skógarböð hinn 11. febrúar næstkomandi.

Spurður út í hver hafi átt hugmyndina að þessu verkefni segir Finnur í Morgunblaðinu í dag, að hann hafi lengi gengið með hugmyndina að þessu verkefni í maganum.

„Ég er fæddur og uppalinn á Laugalandi en þangað sækja Akureyringar mikið af sínu vatni. Ég hef því verið hálfgerður vatnakarl alla tíð og sótt marga baðstaði vítt og breitt um heiminn. Mig hefur því lengi langað til að ráðast í uppbyggingu af þessu tagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert