177 stukku í sjóinn fyrir Svenna

Góð stemmning var á bryggjunni þegar þessi mikli fólksfjöldi skellti …
Góð stemmning var á bryggjunni þegar þessi mikli fólksfjöldi skellti sér í sjóinn. Sóttvarnaráðstafanir voru gerðar. Ljósmynd/Aðsend

Alls stukku 177 stökkvarar í sjóinn við Akraneshöfn þegar stokkið var fyrir Sveinbjörn Reyr sem lenti í alvarlegu slysi í fyrra. Talið er að um Íslandsmet sé að ræða. Stökkvararnir hentu sér í sjóinn fyrir áheitasöfnunina „Stokkið fyrir Svenna“. Árgangur 71 á Akranesi (Club 71) stóð fyrir viðburðinum. 

Tilgangur áheitasöfnuninar er að safna áheitum til kaupa á sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn. 

Stökkin dreifðust á fimm klukkustundir svo stórir hópar myndu ekki safnast saman.

Ráðherrann stingur sér.
Ráðherrann stingur sér. Ljósmynd/Aðsend

Markmiðið var að fá að minnsta kosti 71 einstakling til þess að stökkva svo ljóst er að markmiðið hefur náðst og gott betur en það. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra var ein af þeim sem stökk fyrir Svenna. 

Hjólið sem um ræðir kostar tvær til þrjár milljónir króna. Til þess að leggja söfnuninni lið er hægt að nýta eftirfarandi upplýsingar: 

Reikningsnúmer: 552-26-3071
Kennitala: 540710-0150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert