Sinubruninn mögulega undanfari sprungu

mbl.is/Einar Falur

Óvíst er hvort ný sprunga sé að myndast í Geldingadölum. Sinubruni, sem hefur orsakast af miklum hita, er á svæðinu en hann gæti verið undanfari sprungu. 

„Þetta er sinubruni en það er spurning hvort þetta sé undanfari sprungu. Það er greinilega mikill hiti þarna á svæðinu svo nú þurfum við eiginlega bara að bíða og sjá,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

„Þetta gæti verið ný sprunga en gæti líka tengst hrauninu þarna í kring.“

Það ætti ekki að líða langur tími þar til það kemur í ljós hvort um nýja sprungu sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert