Tippari vann 12 milljónir króna

mbl.is/Kristinn

Glúrinn tippari á Íslandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og vann því 12 milljónir króna. Vinningur fyrir 13 rétta er um 11 milljónir en með aukavinningum fyrir 12, 11 og 10 rétta fer upphæðin langleiðina í 12 milljónir króna.

Tipparinn tippar hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hefur stutt við bakið á því í langan tíma. Þeir sem vilja styðja við bakið á ÍFR þegar þeir tippa merkja getraunaseðla sína með númerinu 121.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert