Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 12,5 milljónum króna í 36 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins 2021. Þetta kemur fram á vef miðstöðvarinnar. Alls bárust 65 umsóknir og sótt var um tæpar 48 milljónir króna.
Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru: Les Liaisons dangereuses eftir Pierre Choderlos de Laclos. Þýðandi: Friðrik Rafnsson. Útgefandi: Ugla útgáfa.
Prowadź swój pług przez kości umarłych eftir Olgu Tokarczuk. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur
Eat the Buddha: Life and Death in a Tibetan Town eftir Barbara Demick. Þýðandi: Uggi Jónsson. Útgefandi: Angústúra.
A Journal of the Plague Year eftir Daniel Defoe. Þýðandi: Aðalsteinn Eyþórsson. Útgefandi: Sæmundur / Sunnan 4.
Cilka's Journey eftir Heather Morris. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Útgefandi: Forlagið.
Hyperion; oder, Der Eremit in Griechenland eftir Friedrich Hölderlin. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason. Útgefandi: Háskólaútgáfan.
Un Hijo eftir Alejandro Palomas. Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir. Útgefandi: Drápa.
César Birotteau eftir Honoré de Balzac. Þýðandi: Sigurjón Björnsson. Útgefandi: Skrudda.
My dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell. Þýðandi: Harpa Rún Kristjánsdóttir. Útgefandi: Króníka.
The Lie Tree eftir Frances Hardinge. Þýðandi: Dýrleif Bjarnadóttir. Útgefandi: Partus forlag.
Rainbow Valley eftir Lucy Maud Montgomery. Þýðandi: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Útgefandi: Ástríki.
My Therapist Said eftir Hal Sirowitz. Þýðandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Útgefandi: Dimma.
The Terrible eftir Yrsa Daley-Ward. Þýðandi: Ari Blöndal Eggertsson Útgefandi: Hringaná.
Ru eftir Kim Thuy. Þýðandi: Arndís Lóa Magnúsdóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
Myndríkar barna- og ungmennabækur sem hlutu styrki: The Beast of Buckingham Palace eftir David Walliams og Tony Ross. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: BF-útgáfa.
The Bolds in Trouble eftir Julian Clary og David Roberts. Þýðandi: Magnús Jökull Sigurjónsson. Útgefandi: Ugla útgáfa.
Du Iz Tak? eftir Carson Ellis. Þýðandi: Sverrir Norland. Útgefandi: AM forlag.
Dans mon petit coeur eftir Jo Witek og Christiney Roussey. Þýðandi: Hallgrímur Helgason. Útgefandi: Drápa.
Wizards of Once. Never and Forever eftir Cressida Cowell. Þýðandi: Jón Stefán Kristjánsson. Útgefandi: Angústúra.