Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, reið yfir klukkan 15.49 síðdegis og átti upptök sín um 2,5 km vestur af Kleifarvatni og 4 km norður af Krýsuvík.
Skjálftinn varð á sömu slóðum og þeir sem riðu yfir á fjórða tímanum í nótt. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is í morgun að þeir væru sennilega svokallaðir gikkskjálftar.
Hið sama gildir því líklegast um þennan sem nú varð. Fleiri minni skjálftar hafa mælst á svæðinu í dag.