Myndar eldgosið úr mikilli hæð

Þessi mynd var tekin í dag af eldgosinu við Fagradalsfjall.
Þessi mynd var tekin í dag af eldgosinu við Fagradalsfjall. Ljósmynd/Birgir V. Óskarsson

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur birt nýtt þrívídd­ar­lík­an af eld­gos­inu við Fagra­dals­fjall. Mynd­irn­ar sem líkanið var unnið úr voru tekn­ar á milli klukk­an 15 og 16 í dag.

Það var Birg­ir V. Óskars­son, jarðfræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, sem tók mynd­irn­ar á Hassel­blad-mynda­vél um borð í flug­vél, líkt og hann hef­ur gert frá því áður en eld­gosið hófst. Fyrst var not­ast við flug­vél frá Flug­fé­lagi Aust­ur­lands en núna er flogið með Garðaflugi. 

Nýj­ustu töl­ur í fyrra­málið

Um tvær klukku­stund­ir tek­ur að út­búa svona lík­an. Þegar áríðandi er að fá töl­ur um rúm­mál, flat­ar­mál og hraun­flæði tek­ur það um þrjár til fjór­ar klukku­stund­ir en nýj­ustu töl­ur verða til­bún­ar í fyrra­málið. „Þetta eru töl­urn­ar sem all­ir vilja fá í vís­inda­sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Birg­ir.

Spurður hversu marg­ar ljós­mynd­ir hann þarf að taka til að út­búa líkanið seg­ir hann að hægt sé að búa það til úr fimm til sex mynd­um ef hann flýg­ur nógu hátt og nær öllu hraun­inu á eina mynd, en skör­un er á mynd­un­um.

Flugvélin TF-BMW er í eigu Garðaflugs
Flug­vél­in TF-BMW er í eigu Garðaflugs Ljós­mynd/​Birg­ir V. Óskars­son

Venju­lega er flogið í 4.000 til 6.000 feta hæð til að fá betri upp­lausn og er hann eini farþeg­inn í vél­inni vegna Covid-19. „Stund­um er skýja­hul­an lág og þá fer maður lægra,“ seg­ir hann.

Til að fá ná­kvæm­ar staðsetn­ing­ar fyr­ir þrívídd­ar­líkön­in er not­ast við fast­merki, eða eins kon­ar flögg, sem gengið er með um gossvæðið. Vegna þess hve svæðið er fljótt að breyt­ast eru mörg fast­merk­in kom­in und­ir hraun og því þarf að bæta nýj­um við með reglu­legu milli­bili.

Guðmundur Valsson, mælingamaður hjá Landmælingum Íslands, mælir fastmerki á jörðu.
Guðmund­ur Vals­son, mæl­ingamaður hjá Land­mæl­ing­um Íslands, mæl­ir fast­merki á jörðu. Ljós­mynd/​Birg­ir V. Óskars­son

Líkön af stór­um fjall­görðum

Það er loft­ljós­mynda­stofa Nátt­úru­fræðistofn­un­ar sem vinn­ur líkön­in, sem all­ir geta síðan skoðað. Vís­inda­menn geta notað þau til að skipu­leggja ferðir vegna sýna­töku og al­manna­varn­ir geta gert viðbragðsáætlan­ir, svo dæmi séu tek­in. Stofn­un­in er einnig í sam­starfi við vís­inda­menn hjá Land­mæl­ing­um Íslands og Há­skóla Íslands. Í um­brota­sjá Land­mæl­inga er til dæm­is hægt að skoða ýmis gögn í tengsl­um við eld­gosið.

Birgir V. Óskarsson og Nils Gies jarðfræðingar við flugvél TF-KLO …
Birg­ir V. Óskars­son og Nils Gies jarðfræðing­ar við flug­vél TF-KLO í eigu Flug­fé­lags Aust­ur­lands. Ljós­mynd/​Krist­ín Hall­dórs­dótt­ir

Birg­ir seg­ir það hafa verið skemmti­legt verk­efni að sinna eld­gos­inu. Hann seg­ir Nátt­úru­fræðistofn­un hafa sér­hæft sig í mynd­mæl­inga­tækni og nýtt aðferðina við jarðfræðikorta­gerð víðsveg­ar á land­inu. Sú tækni hafi nýst mjög vel í tengsl­um við eld­gosið.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka