Myndskeið af breytingunum á gosinu

Vefmyndavélar mbl.is standa vaktina við eldgosið í Geldingadölum allan sólarhringinn og náðu myndum af breytingunum sem urðu á goshegðuninni um miðnætti í fyrrinótt. Vel sést þegar kvika hætti að gjósa upp úr gígnum um stund og byrjaði svo aftur með látum.

Líkt og áður hefur komið fram er vandasamt að spá í framhaldið og hvaða þýðingu þessar breytingar hafa í stóru myndinni. Í myndskeiðinu sést í rauntíma hvað gerðist um miðnætti en einnig er búið að hraða á myndskeiði sem tekið var yfir nóttina þar sem sést þegar virkni í gígnum stöðvast og hefst að nýju með reglubundnum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert