Réttarhöldum yfir Maxwell frestað

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell sjást á þessari mynd.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell sjást á þessari mynd. AFP

Dómari í New York hefur frestað réttarhöldunum yfir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu barnaníðingsins Jeffreys Epsteins.

Réttarhöldin áttu að hefjast í júlí en verða í staðinn seint á þessu ári eftir að verjendur hennar óskuðu eftir lengri tíma til undirbúnings.

Maxwell er m.a. sökuð um man­sal. Hennar bíður allt að 35 ára fang­elsi verði hún fund­in sek. Hún seg­ist ekkert hafa vitað um brot Epsteins og kveðst alsaklaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert