Dómari í New York hefur frestað réttarhöldunum yfir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu barnaníðingsins Jeffreys Epsteins.
Réttarhöldin áttu að hefjast í júlí en verða í staðinn seint á þessu ári eftir að verjendur hennar óskuðu eftir lengri tíma til undirbúnings.
Maxwell er m.a. sökuð um mansal. Hennar bíður allt að 35 ára fangelsi verði hún fundin sek. Hún segist ekkert hafa vitað um brot Epsteins og kveðst alsaklaus.