Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í dag að styrkja hverfisblöð um samtals eina milljón króna. Lagt var fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2021.
Alls fara 500 þúsund krónur til Með oddi og eggi ehf. vegna útgáfu hverfisblaða Laugardals, Háaleitis og Bústaða og sama upphæð til sama fyrirtækis vegna útgáfu hverfisblaða Miðborgar og Hlíða.
Hæsti styrkurinn var veittur til Hjólafærni á Íslandi, tvær milljónir króna, vegna reksturs félagsins. Þá var samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð ein milljón króna vegna Snorraverkefnisins.
Þá var Elsu Jónsdóttur veittur styrkur að fjárhæð ein milljón króna vegna verkefnisins Gufubað í Gufunesi en sömu upphæð hlaut Borgarkórinn og Reykjavík Tool Library ehf. vegna verkefnisins Hringrásarsafn – Connecting our Library Loops.