Færeyskt dótturfélag Samherja að nafni Tindholmur þurfti að greiða 345 milljónir vegna vangoldinna skatta, í ríkissjóð Færeyja. Skattskil félagsins hafa verið kærð til lögreglunnar í Færeyjum, að því er segir í frétt færeyska ríkissjónvarpsins, Kringvarpsins.
Þar staðfestir Jógvan Páll Lassen lögmaður að greiðslan nemi sautján milljónum danskra króna.
Ræddi Kringvarpið við Jóhannes Stefánsson fyrrum starfsmann Samherja sem sagði færeyskt dótturfélag fyrirtækisins hafa tekið við millifærslum upp á hálfa milljón Bandaríkjadala á árunum 2016 og 2017, til þess að greiða starfsmönnum Samherja í Namibíu laun í gegnum færeyska félagið.