Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sinueld í Mosfellsbæ klukkan 18.15.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru slökkviliðsmenn að reyna að slökkva eldinn. Hann telur að þeir verði fljótir að ráða niðurlögum hans.
Einn bíll var sendur á vettvang en sinueldurinn varð í grennd við Böðvarshaga, fyrir neðan hringtorgið þar sem ekið er inn í Mosfellsdal.