Hættusvæðið stækkað

Kort af hættusvæðinu.
Kort af hættusvæðinu. Ljósmynd/Lögreglan

Hættu­svæðið um­hverf­is gosstöðvarn­ar hef­ur verið upp­fært vegna breyt­inga á gos­virkni í Geld­inga­döl­um.

Öflug­ir kvikustrók­ar ná nú 200 til 300 metra hæð yfir yf­ir­borð og mynda gjósku sem berst frá gos­upp­tök­um en 5 til 15 sentí­metra bomb­ur úr kvikustrók­um hafa fund­ist nokk­ur hundruð metra frá virk­um gíg, seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Lík­an­reikn­ing­ar úr mód­el­inu Ej­ect og upp­lýs­ing­ar úr mörk­inni hafa verið notuð til að draga út­lín­ur nýs hættu­svæðis þar sem bomburn­ar úr kvikustrók­un­um geta verið lífs­hættu­leg­ar.

Hættu­svæði af völd­um bomba er metið 400 metra radíus um­hverf­is gíg í logni og radíus eykst í 650 metra ef vind­ur er 15 metr­ar á sek­úndu. Gjósku­fall fylg­ir vindátt og minni korn geta fallið utan skil­greinds hættu­svæðis 3, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fjölmenni skoðar haunflæði í Geldingadölum.
Fjöl­menni skoðar haun­flæði í Geld­inga­döl­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka