Rafskútuleigan Hopp hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu og gert samninga við sveitarfélög víðsvegar um land um leyfi til að reka stöðvalausar deilileigur fyrir rafhlaupahjól.
Að sögn Eyþórs Mána Steinarssonar, framkvæmdastjóra Hopps, er þegar búið að opna slíkar leigur á vegum fyrirtækisins á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ og á næstu vikum verða leigur opnaðar í Múlaþingi og á Selfossi.
Einnig er til skoðunar að opna leigur í þéttbýlisstöðum í Fjallabyggð og á Hellu í Rangárþingi ytra. Á þessum stöðum eru leigurnar reknar af sérleyfishöfum undir nafni Hopp Mobility sem eiga farartækin en Hopp sér um hugbúnað og veitir aðstoð ef þarf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.