Milljarður í refaveiðar

Refur. Stofninn er um 9.000 dýr.
Refur. Stofninn er um 9.000 dýr. mbl.is/Bogi Þór Arason

Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna refaveiða nam tæpum milljarði króna síðustu tíu ár en ríkið hefur á sama tímabili endurgreitt sveitarfélögunum rúma 181 milljón króna.

Þetta kemur fram í svari frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, á Alþingi við fyrirspurn frá Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni. Síðasta áratug hafa árlega verið veiddir frá um 5 til 7 þúsund refir, samtals 56.472 dýr, en samt hefur refastofninn haldist nokkuð stöðugur eða tæplega 9.000 dýr.

Refurinn er eina náttúrulega og upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ráðherra segist í svarinu telja fulla ástæðu til að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi refaveiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert