Sex smit innanlands

Skimun fer fram á Suðurlandsbraut.
Skimun fer fram á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust sex með kórónuveirusmit innanlands í gær. Einn þeirra var utan sóttkvíar við greiningu. Tveir greindust með smit á landamærunum. Báðir við fyrri skimun. Einn reyndist vera með mótefni við skimun á landamærunum að því er fram kemur á covid.is.

167 eru nú í einangrun vegna Covid-19, þar af 121 á höfuðborgarsvæðinu og 42 á Suðurlandi. Þrír eru smitaðir á Suðurnesjum og einn á Norðurlandi eystra. Fólk er í sóttkví í öllum landshlutum, alls 456 einstaklingar. Flestir eru í sóttkví á Suðurlandi eða 220 einstaklingar. 

Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 27 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 11 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fimm í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 22 smit, 38 smit er í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 30 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 21 smit er í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, tíu meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19.   

Alls voru tekin 1.622 sýni innanlands í gær og 448 á landamærunum. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert