Slökkviskjólan tekur 1.600 lítra af vatni

TF-EIR á flugi yfir Heiðmörk með slökkviskjóluna.
TF-EIR á flugi yfir Heiðmörk með slökkviskjóluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, notast við slökkviskjólu sem tekur rúma 1.600 lítra af vatni við slökkvistarfið í Heiðmörk vegna sinubruna sem varð þar fyrr í dag. Vatnið er sótt í Elliðavatn, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar.

Þyrlan á flugi yfir Heiðmörk.
Þyrlan á flugi yfir Heiðmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar vatnið er sótt hangir skjólan í þyrlunni, eins og sést í meðfylgjandi facebookfærslu Gæslunnar, sem var birt eftir að eldur kviknaði í mosa við Búrfell fyrir tveimur dögum. Að því loknu er flogið yfir staðinn þar sem slökkva þarf eldinn og skjólunni sleppt.

Þetta er því í annað sinn á skömmum tíma sem þyrla Gæslunnar er kölluð út vegna slökkvistarfs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert