Telja sig hafa stöðvað útbreiðslu eldsins

Um 50 manns frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveitum, lögreglunni og Landhelgisgæslunni eru á vettvangi vegna sinueldsins í Heiðmörk, austan við Vífilsstaðavatn.

„Við teljum okkur vera búnir að ná að stoppa útbreiðsluna en það er mikil vinna eftir í að ná að slökkva þetta,“ segir varðstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is, sem býst við því að slökkvistarfið haldið áfram fram eftir kvöldi.

Í meðfylgandi myndskeiði sést þegar þyrla Gæslunnar, TF-EIR, sækir vatn í Elliðavatn til að nota við slökkvistarfið. 

Hér má svæðið í Heiðmörk þar sem sinueldurinn geisar, austan …
Hér má svæðið í Heiðmörk þar sem sinueldurinn geisar, austan við Vífilsstaðavatn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert