Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær. Einn þeirra var ekki í sóttkví. Nú eru 173 í einangrun en voru 167 í gær. Eitt smit greindist við fyrri skimun á landamærunum og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Tveir voru með mótefni.
Í sóttkví eru 329 en voru 456 í gær. Í skimunarsóttkví eru 1.152. Alls var 1.381 skimaður innanlands í gær og 608 á landamærunum.
Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 27 smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 11 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og fimm í aldurshópnum 13-17 ára.
Í aldurshópnum 18-29 ára eru 22 smit, 40 smit er í aldurshópnum 30-39 ára, 33 smit eru í aldurshópnum 40-49 ára, 22 smit eru í aldurshópnum 50-59 ára, tíu meðal fólks á sjötugsaldri og einn á áttræðisaldri er með Covid-19.
Mjög hefur fækkað í sóttkví á Suðurlandi en þar eru 43 í einangrun. Á Vesturlandi hefur komið upp eitt smit frá því í gær og á höfuðborgarsvæðinu eru smitin 125 talsins.