Mótun nýrrar landbúnaðarstefnu er hafin, en í dag mun Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra kynna nýtt umræðuskjal þar að lútandi, sem þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir unnu að beiðni ráðherra.
Í skjalinu er hugtakið landbúnaður víkkað að ýmsu leyti og tekur þar t.d. til bindingar kolefnis í jörðu og fleira, sem ekki hefur til þessa talist til hefðbundinna bústarfa. Þar er í auknum mæli horft til umhverfisverndar og sjálfbærrar landnotkunar, matvæla- og fæðuöryggis og fjölmargra annarra þátta, þar sem fjórða iðnbyltingin er ekki undanskilin.
Þá er vikið að breyttu fyrirkomulagi opinbers stuðnings við búsetu og jarðrækt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.