Bólusetning hættuminni en að veikjast

Um 15 þúsund einstaklingar verða bólusettir í dag.
Um 15 þúsund einstaklingar verða bólusettir í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er gríðarlega sjald­gæf auka­verk­un,“ sagði Björn Rún­ar Lúðvíks­son, yf­ir­lækn­ir ónæm­is­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og pró­fess­or í ónæm­is­fræði, um óvenju­lega blóðtappa í heila sem tengd­ir hafa verið við bólu­efni AstraZeneca.

„Þetta er mjög flókið mál og margþætt,“ bætti Björn Rún­ar við. Hann sagði að því miður beri töl­um um tíðni al­var­legra auka­verk­ana ekki al­veg sam­an frá hinum ýmsu lönd­um. „Svo virðist sem al­var­leg til­felli auka­verk­ana sem tengj­ast AstraZeneca hafi verið hlut­falls­lega flest í Nor­egi og Dan­mörku. Ný­lega var birt sam­an­tekt frá Hollandi og Aust­ur­ríki. Þar var lýst blóðtöpp­um í um 15 til­fell­um á hverja millj­ón bólu­settra.“

Meiri hætta af sjúk­dómn­um

Til­vik blóðtappa í heila á meðal bólu­settra með AstraZeneca eru fá. Þau hafa verið frá einu til­viki af hverj­um 70-80 þúsund bólu­settra upp í einn af hverj­um 200-230 þúsund bólu­settra. Björn sagði að þetta væri gríðarlega lág tíðni. Til sam­an­b­urðar nefndi hann að á meðal kvenna sem nota getnaðar­varn­arpill­una fái 3-7 kon­ur af hverj­um 10.000 blóðtappa. Mjög lít­ill hluti þeirra fær þá al­var­legu blóðtappa í höfði sem tengd­ir hafa verið við AstraZeneca-bólu­efnið.

„Við meg­um ekki gleyma því að þeir sem fá Covid-19-sjúk­dóm­inn eru í veru­lega mikið meiri hættu á að fá blóðtappa en þeir sem fá bólu­setn­ingu með AstraZeneca. Blóðtapp­ar sem fylgja sjúk­dómn­um geta mynd­ast víða í lík­am­an­um, ekki bara í höfðinu held­ur líka í lung­um, kálfa eða hjarta. Tíðnin á því get­ur verið frá 5-30% af þeim sem sýkj­ast,“ sagði Björn Rún­ar. Tíðnin er lík­lega hæst hjá þeim eldri, fólki með und­ir­liggj­andi áhættuþætti og hjá þeim sem fá al­var­leg­ustu sýk­ing­arn­ar. Blóðtappa­mynd­un er fátíðari hjá þeim yngri og þeim sem fá lít­il ein­kenni eft­ir Covid-19-sýk­ingu.

Hætt­an á al­var­leg­um auka­verk­un­um eft­ir bólu­setn­ingu með AstraZeneca er mest hjá 20-40 ára kon­um en mjög óveru­leg hjá kon­um 60 ára og eldri. „Ekki má gleyma því að þetta eru gríðarlega sjald­gæf­ar auka­verk­an­ir,“ sagði Björn Rún­ar.

Hann kvaðst vera al­gjör­lega sam­mála nálg­un sótt­varna­lækn­is og taldi hana mjög skyn­sam­lega. Kon­um sem fædd­ar eru 1962-1966, sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á sega­mynd­un, er boðin bólu­setn­ing með AstraZeneca. Yngri kon­um verða boðin önn­ur bólu­efni.

Tvær spraut­ur eða ein

Þeir sem eru bólu­sett­ir með AstraZeneca, Moderna eða Pfizer fá tvær spraut­ur á meðan ein sprauta af Jans­sen dug­ar. Hvers vegna?

„Jans­sen er af sama flokki og AstraZeneca en aðeins öðru­vísi upp­byggt. Þeir hjá John­son & John­son, sem fram­leiða Jans­sen, hönnuðu sín­ar meðferðar­rann­sókn­ir frá byrj­un út frá því að það þyrfti bara eina bólu­setn­ingu. Við vit­um núna að vörn­in eft­ir eina sprautu af hinum þrem­ur bólu­efn­un­um er mjög góð. Í sum­um til­vik­um ertu kom­inn með 75-85% vörn gegn þess­um al­var­lega sjúk­dómi eft­ir aðeins eina bólu­setn­ingu,“ sagði Björn Rún­ar.

Komn­ar eru frumniður­stöður úr próf­un­um með bólu­setn­ing­ar hjá 12-16 ára börn­um. Þær skiluðu mjög góðum ár­angri með litl­um sem eng­um hliðar­verk­un­um. Því aukast lík­urn­ar á því að hægt verði að bólu­setja börn fyrr en seinna.

Ný­lega birt­ust einnig mjög góðar niður­stöður varðandi kon­ur sem voru barns­haf­andi, en vissu ekki af því, og voru bólu­sett­ar. Þeim farnaðist mjög vel og virt­ist ekki vera auk­in hætta á því að bólu­setn­ing­in hefði slæm áhrif á fóstrið eða meðgöng­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert