Gosið hefur sést vel frá höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga

Eldgosið í Geldingadölum hefur sést ansi vel frá höfuðborginni undanfarna daga.

Í gær náði ljósmyndari Morgunblaðsins þessari mynd af gosmekkinum sem teygir sig jafnan fleiri kílómetra upp í loftið, það sést meira að segja í gosstrókinn sjálfan.

Milt hefur verið í veðri síðustu daga, sólskin, heiðskírt og skyggni gott. Frá höfuðborgarsvæðinu hefur því sést vel út á Reykjanesskagann í aðra áttina og út á Snæfellsnes í hina.

Og borgarbúar eru heppnir, það jafnast enda fátt á við góða fjallasýn, hvað þá fjallasýn í stöðugri mótun!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert