Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði við þriðjudaginn 4. maí. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Bent er á, að eldurinn í vikunni hafi farið yfir um 56 hektara lands við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna.
„Alls er Heiðmörk um 3.200 hektarar að stærð. Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Talsverð aska og ryk er á svæðinu. Ef vindur er, getur rokið úr svæðinu og kann það að valda fólki óþægindum ef það er á ferð í nágrenninu – til dæmis við Þjóðhátíðarlund.
Skógræktarfélag Reykjavíkur bendir fólki einnig á vefsíðuna Gróðureldar, þar sem hægt er að fræðast gróðureldum, forvarnir og viðbrögð við þeim,“ segir í tilkynningunni.