Kviknaði næstum því í sumarbústað

Brunavörnum Árnessýslu barst útkall um gróðureld fyrr í dag.
Brunavörnum Árnessýslu barst útkall um gróðureld fyrr í dag. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Talsvert björgunarlið hefur verið við slökkvistörf í sumarhúsahverfi við neðanverðan Skeiða- og Hrunamannaveg. Brunavarnir Árnessýslu segja að þeim hafi borist útkall um gróðureld rétt fyrir klukkan hálffjögur í dag.

„Litlu mátti muna að eldur næði að læsa sig í sumarbústað á svæðinu en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir í færslu sem slökkviliðið hefur birt á facebooksíðu sinni.

Rekja má eldsupptökin til þess að unnið var með slípirokk utandyra.

„Við ítrekum beiðni okkar til fólks um að fara varlega með eld og aðra hitagjafa utandyra í þessari þurrkatíð sem nú er. Öryggi okkar hvað þetta varðar er ekki einkamál hvers og eins. Við verðum að hafa augun opin og hjálpa hvert öðru að muna eftir að fara varlega í tíð eins og þessari,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert