Landsfundur Vinstri grænna 7. og 8. maí

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG ásamt Nicolu Sturgeon fyrsta …
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG ásamt Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands, í Edinborg árið 2019. Ljósmynd/Aðsend

Landsfundur Vinstri grænna verður haldinn dagana 7. og 8. maí. Þetta er 12. landsfundur hreyfingarinnar en landsfundir eru haldnir annað hvert ár. Að þessu sinni er landsfundurinn alfarið rafrænn.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, flytur stefnuræðu sína kl. 17:15, á morgun, föstudaginn 7. maí. Strax á eftir verður ávarp frá Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, en þar í landi standa nú yfir þingkosningar og ráðast úrslitin í kvöld.

Dagskrá landsfundarins og frekari upplýsingar má finna hér.

Landsfundur VG verður haldinn 7. og 8. maí.
Landsfundur VG verður haldinn 7. og 8. maí. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert