Mörg þúsund störf í boði

mbl.is/Kristinn Magnússon

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að nú streymi inn auglýsingar á störfum sem tengjast átakinu Hefjum störf. Alls hafi á sjötta þúsund starfa verið auglýst og hafi hún aldrei séð þvílíkar flóðgáttir opnast.

Fjallað er um þessi störf á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag. Flest þeirra, eða tæplega 900, eru í gistiþjónustu en næst kemur verslun og vöruflutningar með ríflega 600 störf. Svo kemur ýmis ferðaþjónusta með tæplega 600 störf og því næst byggingariðnaður með um 500 störf.

Unnur segir að frá því átakið hófst 22. mars hafi verið mikill og jafn gangur í framboði starfa. „Það hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar og núna,“ segir Unnur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert