Réðust á manninn í strætóskýli

Enginn hefur enn verið handtekinn.
Enginn hefur enn verið handtekinn. Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem var rændur í gær í hverfi 104 í Reykjavík er kominn heim af spítala að sögn lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir hann líðan mannsins vera þokkalega miðað við hversu alvarleg árásin var.

Líkt og mbl.is greindi frá í gær réðust þrír aðilar að öldruðum einstaklingi, rændu af honum munum og börðu hann til óbóta. Árásin átti sér stað í biðskýli þar sem brotaþolinn beið eftir strætó til að komast til síns heima, að sögn lögreglufulltrúans.

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en verið er að afla upptaka og smala saman vitnum en nokkur vitni voru að ráninu. Lögreglan telur sig vita hverjir voru að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert