Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 11.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðuna hvað varðar faraldur kórónuveirunnar og tengd efni, ásamt Kamillu Sigríði Jósefsdóttur smitsjúkdómalækni, sem mun fara yfir skipulag og framkvæmd bólusetninga á Íslandi.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stýrir fundinum að venju.