Þurfa að rýma húsið fyrir lok mánaðar

Fjórtán búa í ólöglegum íbúðum í Suðurhellu 10. Um 20 …
Fjórtán búa í ólöglegum íbúðum í Suðurhellu 10. Um 20 eru fluttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessi hæð er ekki til í kerfinu og hefur aldrei verið,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs bæjarins. Á síðasta fundi ráðsins var því hafnað að veita eigendum húsnæðis á Suðurhellu 10 frekari frest til að rýma húsnæðið.

Um næstu mánaðamót rennur út 60 daga frestur sem eigendum var gefinn. Í húsnæðinu eru ósamþykktar leiguíbúðir á millilofti sem er ekki að finna á teikningum. Gerðar hafa verið athugasemdir við búsetu í húsinu sem og atvinnustarfsemi. Segir Ólafur Ingi að hægt sé að breyta deiliskipulagi ef teikningum og öðrum gögnum verði skilað inn en sú breyting myndi aðeins fela í sér að atvinnustarfsemi yrði þar heimil, ekki búseta.

Samkvæmt bréfi frá einum íbúa sem lagt var fyrir ráðið er nú búið í átta vinnustofum af 20, alls fjórtán manns.

„Eigendur hafa fengið ítrekaðan frest frá áramótum en það þurfa allir eigendur að samþykkja. Við verðum að hlusta á athugasemdir frá slökkviliðinu og byggingarfulltrúa. Það er hins vegar fullur vilji hjá okkur til að leysa málin en til þess þurfa öll gögn, þar á meðal teikningar, að berast.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert