Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 7-17 í dag, ein í Grafarvogi, önnur í Breiðholti og sú þriðja í Kópavogi. Þá stöðvaði lögregla tvívegis ökumenn sem reyndust undir áhrifum fíkniefna, þar af var annar þeirra ekki með gild ökuréttindi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu fyrir umrætt tímabil.
Lögreglustöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
10:13 – Ökumaður stöðvaður við akstur og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður vera án gildra ökuréttinda. Ökumaður var handtekinn og færður á stöð í sýnatöku. Laus að því loknu.
10:54 – Tilkynnt um innbrot í geymslu í hverfi 104.
11:53 – Tilkynnt um þjófnað á reiðhjóli af líkamsræktarstöð. Hjólið fannst nokkrum klukkutímum seinna þar sem að það hafi verið skilið eftir.
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
16:27 – Ökumaður stöðvaður við akstur. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Handtekinn og færður á stöð í sýnatöku. Laus að því loknu.
Lögreglustöð 3 Kópavogur og Breiðholt
13:27 – Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir líkamsárás í hverfi 201
13:28 - Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir líkamsárás í hverfi 109
15:30 – Tilkynnt um umferðaróhapp á hjólastíg í hverfi 109. Þar var bifhjóli ekið á reiðhjólamann og kom bifhjólamaðurinn sér af vettvangi án þess að kanna með ástand reiðhjólamannsins. Reiðhjólamaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.
Lögreglustöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.
13:50 – Tveir aðilar handteknir fyrir þjófnað úr verslun í hverfi 112. Þessir aðilar er grunaðir um aðild að fleiri þjófnaðarmálum. Þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar.
13:51 – Tilkynnt um vinnuslys í fyrirtæki í hverfi 110. Lögregla og sjúkrabifreið fóru á vettvang.
15:39 – Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 112. Ekki búið að bóka frekar þegar þessi póstur er sendur.