Vefur Alþingis liggur nú niðri, en þegar reynt er að fara inn á vefinn mætir notendum villuskilaboð um að ekki sé hægt að tengjast síðunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi varð bilun í netþjóni og er nú unnið að viðgerð.
Þingfundur á að hefjast klukkan 13:00, en ekki er vitað til þess að bilunin muni hafa áhrif á þingfundinn.
Uppfært: Vefurinn er aftur kominn í lag.