Gestir Mathallar Höfða geta farið að hlakka til nýjustu viðbótarinnar í flóru veitingastaða þar. Á dögunum var skrifað undir samning þess efnis að hinn vinsæli veitingastaður Dragon Dim Sum opni útibú í Mathöllinni.
Dragon Dim Sum verður opnaður í Mathöll Höfða upp úr miðjum maímánuði. Verður hann tíundir staðurinn í húsinu sem nýverið var stækkað til að bæta við tveimur veitingastöðum. Dragon Dim Sum hefur notið mikilla vinsælda í miðborg Reykjavíkur síðustu mánuði.