Aðgerðin viðvörun til stjórnvalda

Sigríðar Á. Andersen.
Sigríðar Á. Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskum stjórnvöldum ber að líta á refsiaðgerðir kínverskra stjórnvalda gegn almennum borgara hér á landi sem viðvörun um að gripið gæti verið til harðari aðgerða í framtíðinni.

Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns utanríkismálanefndar, í umræðum á Alþingi í gær um skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.

Sigríður vék sérstaklega að samskiptum Íslands og Kína í ræðu sinni og ræddi þar mál Jónasar Haraldssonar lögfræðings, sem settur var á svartan lista kínverskra stjórnvalda í síðasta mánuði fyrir skrif sín í Morgunblaðið um kínversk málefni. Sagði sendiráð Kína í yfirlýsingu sinni þá, að aðgerðin gegn Jónasi væri svar Kínverja við þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gagnvart kínverskum einstaklingum og lögaðilum sem taka þátt í mannréttindabrotum gagnvart þjóðflokki Úígúra í Xinjiang-héraði.

Gagnrýndi Sigríður það „óyndisúrræði“ kínverskra stjórnvalda að beita almennan borgara gagnkvæmum refsiaðgerðum vegna mótmæla Íslands við mannréttindabrot í Kína, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert