Beint: Landsfundur VG

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sitja í …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sitja í ríkisstjórn fyrir hönd VG. Ljósmynd/Aðsend

Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður haldinn rafrænt 7. og 8. maí 2021. Fundur verður settur kl. 16:45 og kl. 17:15 mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, flytja ávarp. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér. 

Kl. 17:35 mun Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, flytja ávarp. 

Frá 18:30 – 21:30 fara fram almennar stjórnmálaumræður. 

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna hér. 
Landsfundur er æðsta vald hreyfingarinnar og er haldinn annað hvert ár. Landsfundur ákvarðar stefnu hreyfingarinnar, setur og breytir lögum hreyfingarinnar, kýs flokksráð sem fer með ákvörðunarvaldið milli landsfunda og stjórn sem fer með daglegan rekstur.

Félagar VG, svæðisfélög og stjórn geta sent inn ályktunartillögur og lagabreytingartillögur sem eru teknar til umræðu og atkvæðagreiðslu á landsfundi.

Fundinum verður streymt frá Hilton Reykjavík Nordica og þar verða ráðherrar VG meðan á fundi stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert