Eðli kynlífsvinnu kæmi okkur mjög á óvart

„Ég held að Íslendingar myndu vera mjög hissa hvað það eru margir sem leita í aðstoð kynlífsvinnufólks fyrir blæti, fyrir opin sambönd og þannig,“ segir Birna Magnúsdóttir Gústafsson kynfræðingur um eðli og umfang kynlífsvinnu á Íslandi. 

Birna er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum í dag, ásamt Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, þar sem rætt er um kynlífsvinnu, vændi og klám og umfang, umhverfi og eðli þess á Íslandi.

Þori ekki að koma fram

Birna segir kaupendur sem hafa fallega reynslu af þjónustu kynlífsvinnufólks ekki þora að koma fram vegna þess að það sé dæmt sem ofbeldisfólk fyrir að kaupa vændi. 

Birna og Steinunn eru sammála um að fólk sem starfar í kynlífsvinnu eða klámi og vændi lifi í flestum tilvikum algjörlega tvöföldu lífi þar sem enginn eða fáir viti af störfum þess. 

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert