Ekki rætt hvort ríkið eigi að kaupa landið

Ekki stendur til að ríkið kaupi landið í Geldingadölum þar …
Ekki stendur til að ríkið kaupi landið í Geldingadölum þar sem nú gýs. Frekar stendur til að tryggja aðgengi almennings að gosinu, eins og kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfismála, kynntu áætlanir um uppbyggingu á gossvæðinu í Geldingadölum á ríkisstjórnarfundi í dag. 

Áætlanirnar miðast að því að tryggja aðgengi almennings að svæðinu, sem er í einkaeigu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu, þegar hún var spurð hvort stæði til að kaupa landið. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur ekki verið rætt,“ sagði Katrín við mbl.is.

„Hins vegar voru ferðamálaráðherra og umhverfisráðherra að kynna fyrir okkur hinum uppbyggingu sem miðar að því að tryggja aðgengi almennings að þessu svæði og þetta verður gert eftir því sem best verður á kosið.“

En þín persónulega skoðun, finnst þér að ríkið eigi að kaupa landið þarna?

„Ég er ekki endilega á því. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að réttur almennings sé tryggður, varðandi ferðir um svæðið, og það er það sem stendur til.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert