„Kominn er fram nýr ógnvaldur við heilsu manna á suðvesturhluta Íslands, eitraðar lofttegundir sem berast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga,“ skrifar Gunnar Guðmundsson lungnalæknir í grein í Læknablaðinu.
Lofttegundirnar geta haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Miðað við að hraunflæðið sé að meðaltali 7,5 rúmmetrar á sekúndu losna á hverjum degi 6.150 tonn af koldíoxíði (CO2), 2.900 tonn af brennisteinsdíoxíði (SO2) og 5,8 tonn af flúorsýru.
Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við HÍ, reiknaði út gasmagnið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.