Geta bætt við fjölda hjúkrunarrýma

Níu hjúkrunarpláss eru í Grenilundi og bæta mætti við því …
Níu hjúkrunarpláss eru í Grenilundi og bæta mætti við því tíunda án kostnaðar við breytingar. Ljósmynd/grenivik.is

Halli varð af rekstri samstæðu Grýtubakkahrepps á síðasta ári. Ef daggjöld ríkisins hefðu dugað til að standa undir útgjöldum hjúkrunarheimilisins Grenilundar á Grenivík, eins og ætlast er til, hefði orðið rekstrarafgangur í reikningum sveitarfélagsins.

Eitt herbergi í Grenilundi stendur ónotað og hefur gert í mörg ár. Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri segir að það myndi fara langt með að jafna halla heimilisins ef leyfi fengist til að nýta herbergið fyrir hjúkrunarsjúkling.

Þröstur vekur athygli á því að í hjúkrunarheimilum um allt land standi ónotuð herbergi sem ekki fæst leyfi til að nýta. Vísar hann í því efni til minnisblaðs sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu tóku saman fyrir fjárlaganefnd Alþingis fyrir tveimur árum. Telur Þröstur að lítið hafi breyst síðan.

Í minnisblaðinu kemur fram að hjúkrunarheimilin gátu þá bætt við 28 hjúkrunarrýmum án nokkurs kostnaðar, auðvitað fyrir utan aukið rekstrarfé til að annast fleiri aldraða, og 66-68 rýmum til viðbótar sem hjúkrunarheimilin vilja breyta í hjúkrunarrými, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert