Karítas Ríkharðsdóttir
„Miðað við þann fjölda sem við reiknum með að losni úr sóttkví í dag og á morgun eftir seinni skimun og farþegaáætlanir næstu daga þá sýnist okkur að við séum að horfa á óbreytta stöðu yfir helgina allavega,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, um stöðuna á sóttvarnahúsum.
Greint var frá því fyrr í dag að það stefnir í metheldi í fjölda komufarþega, til landsisn og þeirra sem munu dvelja í sóttvarnahúsum.
Gunnlaugur segir að staðan sé tekin einn dag í einu. „Við vitum ekki hvað eru margir farþegar um borð í hverri vél og hversu margir eru bólusettir. Það er líka alltaf einhver hreyfing á fjölda fluga. Einhverjum flugum sem áttu að vera um helgina hefur verið aflýst til dæmis,“ segir Gunnlaugur.