Stafrænt kynferðisofbeldi leiði konur í klám

Mikið er um að stúlkur eða konur sem beittar hafa verið stafrænu kynferðisofbeldi taki vald á dreifingu mynda af sér með því að selja aðgang að þeim að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta. 

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni þess að konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi leiðist út í kynlífsvinnu. Steinunn hefur áhyggjur af þróun þar sem ungar konur verða í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi, freisti þess að taka valið til baka með því að stíga inn í klámiðnaðinn og komi enn brotnari út að lokum. 

„Við vitum að stafrænt [kynferðis]ofbeldi er að aukast. Og ef það er þarna sem er verið að brjóta niður stelpur á meðan þær eru ungar. Sextán, sautján, átján, nítján ára. Og þær eru síðan að taka þetta til baka einhverveginn þegar þær eru orðnar eldri, með því að stíga inn í klámiðnaðinn, og finna kraftinn þar. Ég er bara svo hrædd um að það endi með því að þær komi ennþá brotnari út að lokum,“ segir Steinunn við Karítas Ríkharðsdóttur í Dagmálaþætti dagsins. 

Þar er rætt við Steinunni og Birnu Magnúsdóttur Gústafsson, kynfræðing um kynlífsvinnu á Íslandi og erlendis og umhverfi, umfang og afleiðingar þess.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert