Allt að 344 ný hjúkrunarrými

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Nýtt heimili mun bætast við
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Nýtt heimili mun bætast við mbl.is/Sigurður Bogi

Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn drög að samningi við heilbrigðisráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis sem reist verður á svæði við Mosaveg í Grafarvogi.

Einnig voru samþykkt drög að viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis á Ártúnshöfða. Ný hjúkrunarrými verða allt að 344.

Heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg munu standa saman að byggingu hjúkrunarheimilis á Mosavegi 15. Í byggingunni verða um 132-144 ný rými. Samningurinn er gerður með fyrirvara um ákvörðun Alþingis um fjárveitingu á fjárlögum, ákvörðun borgarstjórnar um fjárveitingu í fjárhagsáætlun og að breytingar á skipulagi gangi eftir.

Framkvæmdasýsla ríkisins áætlar að heildarkostnaður verði um 7.697 milljónir króna, án búnaðar, miðað við 140 rými.

Kostnaður við byggingu hjúkrunarheimilis skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Reykjavíkurborg greiðir 15%. Kostnaður sem fellur til við kaup á búnaði greiðist í sömu hlutföllum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert