Arnar Þór gefur kost á sér

Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í júní.

Hann segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að hann hafi tekið þá ákvörðun eftir mikla íhugun, en að hann hafi einnig fengið til þess hvatningu frá fjölda fólks.

Arnar Þór hefur vakið athygli fyrir skrif sín um ýmis þjóðfélagsmál, þar á meðal þriðja orkupakkann, og segir hann að sér sé skylt sem einstaklingi að standa vörð um samviskufrelsi og tjáningarfrelsi sitt. Þá hafi hann áhyggjur af því að ekki sé staðið nægilega vel að hagsmunagæslu Íslands gagnvart EES-samstarfinu.

Þá telur hann að Ísland standi frammi fyrir mestu stjórnskipunarkrísu sem nokkurt vestrænt lýðræðisríki hafi staðið frammi fyrir frá stríðslokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert