Endurheimtu húðina með þorskroði

Pétur Oddsson brenndist mikið á efri hluta líkamans í slysinu. …
Pétur Oddsson brenndist mikið á efri hluta líkamans í slysinu. Með Sigurlínu Guðbjörgu konu sinni sagði hann starfsfólki Kerecis sögu sína í gær. Vörur fyrirtækisins gerðu kraftaverk í átt til bata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorskroð unnið hjá fyrirtækinu Kerecis kom sér vel í aðgerðum á Pétri Oddssyni á Ísafirði sem slasaðist illa þegar hann fékk í sig mikinn straum í háspennuvirki vestur á fjörðum síðastliðið haust.

Stór hluti líkama hans brenndist og aðgerðir á Landspítala miðuðust við að bæta þann skaða, sem að miklu leyti tókst. Pétur útskrifaðist af sjúkrahúsi í vikunni og getur nú meðal annars kyngt niður mat og nærst eðlilega, sem honum var ómögulegt lengi eftir slysið.

Eitt helsta tilhlökkunarefnið nú er að fá samloku með roastbeef, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka