Skrifa undir stóran samning við Pfizer

AFP

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, grein­ir frá því á Twitter að fram­kvæmda­stjórn­in hafi skrifað und­ir sam­komu­lag við Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 millj­ón­um skammta af bólu­efni til viðbót­ar við það sem áður var búið að semja um kaup á. Jafn­framt hef­ur verið gengið frá sam­komu­lagi um kauprétt á öðrum 900 millj­ón­um skammta til viðbót­ar. Alls er því um 1,8 millj­arða skammta af bólu­efni að ræða sem verða af­hent­ir á ár­un­um 2021 til 2023. Hún seg­ir að fleiri samn­ing­ar séu í far­vatn­inu við aðra bólu­efna­fram­leiðend­ur. 

Ísland er hluti af bólu­efna­sam­starfi ESB þannig að þetta hef­ur einnig áhrif hér. Samn­ing­ur Íslands við Pfizer var und­ir­ritaður 9. des­em­ber 2020 og viðbót­ar­samn­ing­ur 30. des­em­ber 2020, 8. mars og 12. apríl 2021. Evr­ópska lyfja­stofn­un­in (EMA) hélt mats­fund vegna Pfizer 21. des­em­ber, fram­kvæmda­stjórn ESB veitti bólu­efn­inu skil­yrt markaðsleyfi í kjöl­farið auk þess sem Lyfja­stofn­un hef­ur veitt bólu­efn­inu skil­yrt markaðsleyfi á Íslandi. Ísland fær um 490.000 skammta sem duga fyr­ir um 245.000 ein­stak­linga. Bú­ist er við um 35.700 skömmt­um á þriðja árs­fjórðungi og 44.600 skömmt­um á fjórða árs­fjórðungi.

Von der Leyen er stödd á ráðstefnu leiðtoga ESB í Porto í Portúgal. Þar eru bólu­setn­ing­ar við Covid-19 meðal ann­ars til umræðu. Þar á meðal bólu­setn­ing­ar barna og hvernig taka eigi á stökk­breytt­um af­brigðum veirunn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka