Tjaldurinn lá á þrátt fyrir snjóinn

Hreiður. Tjaldurinn lá á eggjunum og snjórinn var allt í …
Hreiður. Tjaldurinn lá á eggjunum og snjórinn var allt í kring. Snjórinn stóð ekki lengi við og hvarf aftur í gær. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Snjó kyngdi niður á Heimaey í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Það er mjög óvenjulegt þegar vika er liðin af maímánuði að þar snjói jafn hressilega og í gærmorgun. Snjórinn hvarf fljótt aftur.

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari sagði við Morgunblaðið að glampandi sól hefði verið í Eyjum í fyrradag og vorið á næsta leiti.

Hann vissi að nokkur tjaldapör höfðu gert sér hreiður við flugvöllinn. Þar var um fimm sentimetra jafnfallinn snjór. Tjaldarnir sátu sem fastast á þrátt fyrir snjóinn. Þegar einn stóð upp sást að þrjú egg voru í hreiðrinu á mölinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert